Lagði börnin sín í hættu fyrir heimsmet

Bæjarstjóri Saint-Gervais við rætur Mont Blanc, hæsta fjalls Evrópu, fordæmir bandarískan föður og yfirlýstan adrenalínfíkil, sem gekk með tvö ung börn sín á fjallið í tilraun til að slá heimsmet.

Feðginin lentu í snjóflóði og bárust börnin, sem eru 11 og 9 ára gömul, nokkra metra niður fjallið með því. Blessunarlega sluppu þau ómeidd, en var bjargað af þaulreyndum fjallgöngumönnum sem urðu vitni að hamförunum. Ekkert varð því af markmiði mannsins um að láta börn sín verða yngst í heimi til að klífa Mont Blanc.

Steininn tók hinsvegar úr þegar faðirinn, Paul Sweeny, fór í viðtal á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC til að tala um „ævintýrið“. Viðtalið má sjá hér að neðan, en í kjölfar þess ákvað bæjarstjórinn Jean-Marc Peilleix að leggja fram kæru á hendur Sweeny, hjá lögreglunni í Saint-Gervais.

Hégómi og hroki af síðustu sort

„Þetta er dæmi um algjöran hégómleika og hroka af verstu gerð,“ sagði bæjarstjórinn við franska fjölmiðla. „Mont Blanc er fyrir þrautreynda fjallgöngumenn. Þetta er enginn leikvöllur fyrir fólk til að slá heimsmet. Það á að fordæma Sweeny harðlega fyrir að sýna slíkt ábyrgðarleysi og stofna lífi barna sinna í hættu – ekki hygla honum í sjónvarpsfréttum.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæjarstjórinn Peillex beitir sér af hörku gegn kærulausum fjallgöngumönnum á Mont Blanc, því að 8. júlí síðastliðinn vakti það heimsathygli þegar hann neitaði beiðni pólsks fjallgöngumanns um að verða sóttur á þyrlu á fjallið, þar sem hann var ekki í neinni hættu og virtist einfaldlega ekki nenna að ganga aftur niður.

Sjá: Neituðu að sækja mann á Mont Blanc


ABC News | More ABC News Videos

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler