Gæti skilið við frægðina

Fyrirsætan og leikkonan Kate Upton.
Fyrirsætan og leikkonan Kate Upton. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Kate Upton myndi gefa fyrirsætuferilinn upp á bátinn fyrir líf á sveitabæ, að því er breska útgáfa tímaritsins Elle greinir frá.

Kate Upton hefur unnið sig upp á það stig að hún er ein eftirsóttasta fyrirsæta í heiminum, aðallega vegna vaxtarlags hennar og hversu brjóstmikil hún er, en hún hefur alltaf þótt mjög flott þegar hún mætir á rauða dregilinn og á aðra viðburði.

Hin 22 ára fyrirsæta viðurkennir að hógvært uppeldi hennar á sveitabæ hafi áhrif á hvað hún virkilega vilji í framtíðinni þrátt fyrir að hún njóti frægðarinnar og að vera fyrir framan myndavélarnar. Hún segist þá vera tilbúin að gefa alla frægðina upp á bátinn fyrir fábrotnara líf á sveitabæ.

Kate Upton prýddi bresku ágústútgáfu tímaritsins Elle en í blaðinu má finna viðtal við hana um hvernig uppeldi hennar átti þátt í því að hún höndli frægðina mjög vel. Þar nefnir hún meðal annars að á sveitabæ kemur fegurð manni ekki langt og að erfiðisvinna sé það sem komi manni á leiðarenda.

Þrátt fyrir allan árangur hennar, þar sem hún meðal annars lék á móti Cameron Diaz í kvikmyndinni The Other Woman, telur hún peninga ekki vera nauðsyn. Hún telur sig vera ríka vegna þess að hún elskar fjölskyldu sína og vini, hund sinni og hest. Hún yrði sátt við að skilja við frægðina og búa á sveitabæ.

Ofurfyrirsætan segir það eðlilegt að allir efist um líkama sinn eða þyki hann ekki nógu flottur á einhvern hátt og meira að segja hún sé ekki sátt með sig sjálfa alla daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant