Lorde velur tónlistina fyrir Hunger Games

Söngkonan Lorde.
Söngkonan Lorde. AFP

Sönkonan Lorde hefur verið valin til þess að velja tónlistina fyrir næstu Hunger Games kvikmyndina sem kemur út í nóvember.

Hin sautján ára gamla söngkona frá Nýja-Sjálandi rataði í efsta sæti flestra vinsældarlista árið 2013 með lagi sínu „Royals“. Auk þess að velja tónlistina fyrir kvikmyndina mun hún sjálf flytja titillag myndarinnar. Hún tilkynnti um þetta á Twitter-síðu sinni í dag.

Fyrsta Hunger Games kvikmyndin kom út árið 2012 við miklar vinsældir en næsta mynd seríunnar nefnist „The Hunger Games: Mockingjay - Part 1“.

„Ég settist niður með Lorde í vor og varð undir eins heillaður af því hversu vel hún skilur aðdáendur og framleiðendur kvikmyndarinnar,“ sagði Francis Lawrence, leikstjóri myndarinnar. „Ég get ekki beðið eftir að deila þessu með áhorfendum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant