Selur miða á fæðingu barns síns

Josie Cunningham
Josie Cunningham Mynd/Facebook

Breska fyrirsætan Josie Cunningham er ekkert sérstaklega þekkt, hvorki í Bretlandi né annars staðar. Nú hefur hún hins vegar komist í fjölmiðla um allan heim eftir að hún fór að bjóða fólki að kaupa miða til þess að horfa á fæðingu barns hennar, en hún á að eiga nú á næstunni.

Fjórir heppnir aðdáendur keyptu miða og borguðu þeir um 10 þúsund pund hver, eða um tvær milljónir króna. Cunningham hefur einnig fyrirætlanir um að gefa fæðinguna út á DVD. 

Cunningham er umdeild persóna í Bretlandi og er dugleg við að koma sér í fjölmiðla með vafasömum ummælum. Fyrr á þessu ári ræddi hún opinskátt um það í fjölmiðlum að hún velti því fyrir sér að fara í fóstureyðingu svo hún geti tekið þátt í nýjustu þáttaröðinni af Big Brother. Þá hefur hún einnig gortað sig af því að hún hafi farið í brjóstastækkun sem kostaði um 4800 pund, á kostnað heilbrigðiskerfisins, þ.e. skattgreiðenda. 

Sjá frétt The Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson