Fyrirgaf morðingja systur sinnar

Kelsey Grammer.
Kelsey Grammer. Ljósmynd/Wikipedia

Frasier-stjarnan Kelsey Grammer fyrirgaf morðingja systur sinnar, að því er vefsíða Mail Online greinir frá.

Árið 1975 var systir Kelsey Grammer, Karen Elisa Grammer, myrt í Colorado Springs en leikarinn hefur nú fyrirgefið morðingjanum.

Kelsey Grammer mætti á reynslulausn morðingjans og sagðist fyrirgefa honum verknaðinn en hann gæti hins vegar ekki samþykkt að honum yrði sleppt lausum úr fangelsi þar sem það væri svik við líf systur hans.

Kelsey Grammer sagði við morðingjann, Freddie Glenn, að hann skildi að hann lifði við eftirsjá en að sjálfur þurfi Kelsey Grammer og fjölskylda að kljást við sorg á hverjum degi.

Karen Elise Grammer var rænt þegar hún beið eftir að kærasti sinn sótti hana fyrir utan Red Lobster-veitingastað sem hún vann á. Freddie Glenn rændi henni ásamt tveimur öðrum vitorðsmönnum en þeir færðu hana í íbúð og nauðguðu henni í fjóra tíma áður en þeir myrtu hana á hrottalegan hátt.

Að ánægjulegri fréttum, þá eignuðust Kelsey Grammer og eiginkona hans, Katye, sitt annað barn í síðustu viku í Los Angeles en þau hafa nefnt barnið Gabriel. Fyrir eiga þau saman tveggja ára dótturina Faith en Kelsey Grammer á fjögur önnur börn úr fyrra hjónabandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant