Hringdu á lögreglu þegar Facebook lá niðri

AFP

Líkt og fjölmargir notendur samskiptasíðunnar Facebook tóku eftir lá hún niðri um stund á fimmta tímanum í dag. Áhyggjufullir notendur létu óánægju sína í ljós á Twitter.

Í tilkynningu frá Facebook er beðist afsökunar á óþægindunum og er tæknivandræðum kennt um þó ekki liggi ljóst fyrir hvað hafi valdið.

Kassamerkið #facebook down var vinsælt á Twitter í dag. „Facebook liggur niðri! Ó guð" Hvernig á ég nú að komast að því hvað vinum mínum finnst um að Facebook liggi niðri,“ tísti einn. „Það að Facebook hafi legið niðri í korter er sönnun fyrir því að nútímakynslóðin hefði lifað af um það bil í átta sekúndur á níunda áratugnum,“ tísti annar.

Þá hringdu nokkrir örvæntingafullir notendur á lögregluna að sögn lögreglunnar í Los Angeles. „Við fengum símtöl bæði á skrifstofuna og í neyðarsíma okkar,“ sagði lögreglustjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler