Stofnar nýja hljómsveit

Simon Cowell.
Simon Cowell. mbl.is/AFP

Simon Cowell hefur sett saman nýtt strákaband og hyggst láta þá feta í fótspor hljómsveitarinnar One Direction, að því er Daily Mail greinir frá.

One Direction hljómsveitin var stofnuð árið 2010 eftir að einn dómaranna í X Factor, Nicole Scherzinger,  stakk upp á því að sameina þá Harry Stiles, Niall Horan, Liam Payne, Louis Tomlinson og Zayn Malik í eina hljómsveit en strákarnir tóku allir þátt einir síns liðs án þess að komast áfram í þáttunum.

Fyrr á árinu var greint frá því að One Direction sé 70 milljón punda virði eða sem nemur um þrettán milljörðum íslenskra króna.

Nú hefur Simon Cowell stofnað til enn fjölmennari hljómsveitar en í hljómsveitinni koma átta strákar saman. Með þessu vonast hann til að hin nýja hljómsveit nái svipuðum vinsældum og One Direction hefur náð.

Líkt og í tilfelli strákanna í One Direction náðu hinir átta meðlimir nýju hljómsveitarinnar ekki áfram í X Factor þáttunum en dómararnir sáu mikið á eftir þeim og tóku þá ákvörðun að sameina þá í eina hljómsveit.

Hljómsveitin hefur enn ekki fengið nafn en hljómsveitarmeðlimirnir hafa verið sendir saman í frí til að kynnast betur og mynda tengls. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant