Í fjárhagserfiðleikum

Mischa Barton.
Mischa Barton. mbl.is/AFP

Mischa Barton þarf að greiða 300.000 bandaríkjadollara, eða sem nemur um 35 milljónir íslenskra króna, í sekt fyrir að hafa ekki mætt í tökur á kvikmynd sem hún hafði samið um að leika í, að því að vefsíða TMZ greinir frá.

Hin 28 ára leikkona hefur ekki fengið góð leikhlutverk eftir að tökum lauk á O.C. sjónvarpsþáttunum árið 2006 en nú hefur hún fengið á hendur sér ákæru fyrir að hafa ekki mætt í tökur á kvikmynd sem hún hafði skrifað undir að leika í.

Framleiðendur kvikmyndarinnar, sem nefnist Promoted, segja að leikkonan hafi ekki mætt í tökur vegna þess að hún hefði verið á ferðalagi í Evrópu.

Framleiðendur myndarinnar reyndu að hafa samband við Mischa Barton þann 4.mars. Deginum áður en tökur kvikmyndarinnar áttu að hefjast fengu þeir svo tölvupóst frá móður leikkonunnar þar sem hún sagði að dóttir sín væri enn í Evrópu og yrði ekki laus fyrr en í lok mánaðar.

Framleiðslufyrirtæki myndarinnar sá svo allnokkrar myndir á samfélagsmiðlum af leikkonunni að skemmta sér og ferðast á Ítalíu ásamt vinum sínum.

Aðalleikari kvikmyndarinnar vildi ekki leika á móti öðrum en Mischa Barton og skapaði það enn frekari vandamál.

Fréttirnar af lögsókninni koma stuttu eftir fréttum af því að leikkonan sé við það að missa hús sitt vegna fjárhagserfiðleika en hún býr í átta svefnherbergja glæsihýsi í Beverly Hills.

Glæsihýsi hennar er meira en átta milljóna bandaríkjadollara virði en húsið hefur verið yfirtekið á veði þar sem hún hefur ekki borgað af lánum af húsinu síðustu fimm mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson