Reiður út í systur sína

Kendra Wilkinson.
Kendra Wilkinson. Ljósmynd/Wikipedia

Bróðir raunveruleikastjörnunnar Kendra Wilkinson, Colin Wilkinson, skammar hana fyrir að leyfa föður þeirra að taka þátt í raunveruleikaþáttunum Kendra on Top.

Að því er vefsíða In Touch Weekly greinir frá er bróðir hennar reiður út í hana fyrir að leyfa föður þeirra að birtast í þáttunum en ástæðuna segir hann vera að faðir þeirra hafi ekki gert annað en að valda þeim sársauka og þjáningum.

Colin Wilkinson skrifaði á Facebook að systir sín hefði ekki aðeins borgað föður þeirra fyrir að birtast í þáttunum heldur hafi hún einnig flogið til annars lands til að fara og hitta hann.

Colin Wilkinson kallaði föður þeirra, Eric, heigul fyrir að hafa yfirgefið fjölskylduna áður fyrr.

Ennfremur skrifaði Colin Wilkinson að alvöru karlmaður ætti ekki að fara frá fjölskyldunni sinni vegna þess að hann nenni ekki að ala upp tvö börn. Við það bætir hann að alvöru karlmaður skilji fjölskyldu sína ekki eftir gjaldþrota til að svelta.

Að lokum skrifar hann að í síðasta skipti sem hann hitti föður sinn hafði hann læst þau systkinin úti á palli á meðan Super Bowl leikur stóð yfir í sjónvarpinu á sunnudegi, með engan mat, ekkert vatn og engar yfirhafnir, líkt og þau væru hundar.

Faðir þeirra systkina sagði nýlega að Kendra Wilkinson hugi frekar að áhorfi en sinni eigin fjölskyldu.

Kendra Wilkinson á tvö börn, þau Hank og Alijah, með eiginmanni sínum Hank Baskett.

Colin Wilkinson endar á því að segja að hann reyni alla daga að reyna að vera andstæða föður síns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant