Sækir um nálgunarbann

Söngkonan Rihanna.
Söngkonan Rihanna. mbl.is/AFP

Rihanna hefur sótt um nálgunarbann á eltihrelli sem var á lóð hennar í síðustu viku, að því er vefsíða TMZ greinir frá.

Eltihrellirinn var fyrir utan heimili söngkonunnar í Hollywood Hills í Kaliforníu í þrjá tíma en lífverðir söngkonunnar komu auga á manninn þar sem hann reyndi að klifra yfir girðingu umhverfis lóð Rihönnu.

Lögregla var kölluð á staðinn en maðurinn náði að flýja áður en lögreglu bar að garði. Lífverðir söngkonunnar náðu að bera kennsl á manninn og var hann handtekinn stuttu síðar en skömmu áður hafði hann fengið sekt vegna skemmdarverka.

Nálgunarbannið segir til um að maðurinn megi ekki koma innan við um 90 metra frá söngkonunni eða heimili hennar.

Lögregla er hins vegar ekki viss um hvort að maðurinn hafi vitað að lóðin sem hann var að reyna að komast inn á hafi verið í eign Rihönnu.

Rihanna á sér fleiri eltihrella en meðal annars var maður ákærður fyrir að eltihrella söngkonuna og áreita hana þar sem hann skrifaði henni móðgandi bréf og lét senda þau á heimili hennar í New York í síðasta mánuði.

Ásamt því sótti Rihanna um nálgunarbann á mann að nafni Steveland Barrow í mars árið 2013 en hann braust inn á heimili við hliðina á heimili Rihönnu en hann hélt að hann væri að brjótast inn til söngkonunnar.

Annar eltihrellir, að nafni Robert Melanson, fékk nálgunarbann eftir að hafa verið gómaður á þaki söngkonunnar í júní árið 2013.

Rihanna hefur einnig sett heimili sitt í Pacific Palisades í Kaliforníu á sölu vegna mikils ónæðis af eltihrellum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant