10 kynþokkafyllstu Íslendingarnir

Björk Guðmundsdóttir skipar annað sæti listans.
Björk Guðmundsdóttir skipar annað sæti listans. Styrmir Kári

Vefsíðan Trackbooks  hefur tekið saman lista yfir 10 kynþokkafylltu Íslendinga allra tíma. Efst á lista er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögmaður og ungfrú heimur 2005, en listann skipa sjö konur og þrír karlar.

„Hiti sem þessi mun bræða ísinn af landinu,“ segir í umfjölluninni. Í öðru sæti er fegurðardrottningin Ingibjörg Egilsdóttir og fylgir íþróttaálfurinn og stofnandi Latabæjar, Magnús Scheving, fast á eftir.

Skemmtilegra að horfa á ef Aron er með

„Vissir þú að handbolti er íþróttagrein á ólympíuleikunum,“ spyr Anna Starostinetskaya, höfundur textans. „Hljómar frekar ósannfærandi en þú bætir við manni eins og Aroni og þá er skyndilega mun skemmtilegra að horfa á.“ Aron Pálmarsson, handboltakappi, er sem sagt í fjórða sæti listans.

Næst eru það Björk Guðmundsdóttir, Elísabet Davíðsdóttir og Margrét Edda Gnarr. Í áttunda sæti er tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon, Sin Fang og í því níunda Jocelyn Chew. Nafn hennar virðist ekki hafa farið hátt hér á landi síðustu ár en í umfjöllun Trackbooks segir að hún sé af kínverskum og íslenskum ættum.

Skyrframleiðandi í tíunda sæti

Í tíunda sæti er Sigurður Hilmarsson, eða Siggi Hilmarsson. Hann framleiðir skyr í Bandaríkjunum undir nafninu Siggi´s skyr. Fyrsta skyrið gerði hann í eldhúsi á Manhattan fyrir tíu árum en í dag heitir fyrirtæki hans The Icelandic Milk and Skyr Corporation.

„Með tilliti til þess hversu fáir Íslendingar eru til í heiminum, rétt rúmlega 300 þúsund, kom það okkur á óvart hversu erfitt það reyndist að finna fólk á þennan lista,“ segir að lokum.

Umfjöllun Trackbooks

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson