Greta Salóme siglir áfram með Disney

Tónlistar- og söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir mun sigla um hafið …
Tónlistar- og söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir mun sigla um hafið í skemmtiferðaskipti Disney fram í miðjan nóvember á þessu ári

Tónlistar- og söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir mun sigla um hafið í skemmtiferðaskipti Disney fram í miðjan nóvember á þessu ári. Áður hafði hún fengið samning til tveggja mánaða, fram í september, en nú hefur samningurinn verið framlengdur.

„Það sem þessi framlenging felur helst í sér er að núna er sýningin mín komin í stærri sal með flóknari umgjörð. Hún hefur verið að fá svo góð viðbrögð að þeir vilja bjóða mér tvo mánuði í viðbót,“ segir Greta Salóme í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is.

Fékk starfið fyrir tilviljun

Um 4.000 gestir eru á skipinu hverju sinni og því spilar Greta Salóme og syngur af og til fyrir um 2.000 manns. „Það er mjög hressandi og ótrúlega gaman. Það er því mikill heiður að vera boðið þetta á þessum forsendum og ég er virkilega þakklát fyrir það.“

Greta Salóme flytur sitt eigið efni og bætir einnig við þekktum og óþekktum lögum í sinni eigin útsetningum. Hún segist hafa fengið starfið fyrir tilviljun.

„Ég sendi efnið mitt til bandarískrar umboðsskrifstofu sem er staðsett í Los Angeles og Kanada og þeir gripu þetta á lofti,“ segir Greta Salóme. Fljótlega fékk hún svar þar sem stóð einfaldlega: „Þeir hjá Disney eru mjög hrifnir af efninu þínu, hvenær kemst þú út?“

Æfingar hjá raddþjálfara um borð

En hvernig er dæmigerður dagur hjá Gretu Salóme í um borð í skemmtiferðarskipinu? „Dæmigerður dagur er þannig að ég er í fríi allan daginn þar til klukkan sjö um kvöldið. Ég syng og spila í svona klukkustund á kvöldin og á mismunandi stöðum,“ segir hún.

Dagurinn nýtist þannig til að mynda til að vinna í sínu eigin efni en Greta Salóme hefur að eigin sögn frábæra aðstöðu um borð í skipinu þar sem hún hefur aðgang að flygli og stúdíói til að taka upp. 

Þá er tónlistarkonan einnig í einkatímum hjá raddþjálfara um borð. „En þar sem við erum á Bahamaeyjum í Karíbahafinu þá förum við mikið á ströndina eða röltum um Nassau. Tónlistarfólkið heldur mjög mikið saman hérna og ég er búin að eignast frábæra vini í þeim. Þetta er í rauninni bara algjör draumur,“ segir Greta Salóme að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant