Mættu ekki á hátíðina

Martin Freeman og Benedict Cumberbatch.
Martin Freeman og Benedict Cumberbatch. Ljósmynd/Wikipedia

Leikararnir úr Sherlock Holmes-þáttunum, Benedict Cumberbatch og Martin Freeman, mættu ekki til að taka á móti verðlaunum sem þeir hlutu á Emmy-verðlaunahátíðinni.

Að því er Daily Mail greinir frá vantaði bæði Cumberbatch og Freeman á hátíðina en þeir hlutu verðlaun fyrir hlutverk sín í Sherlock Holmes-þáttunum í gær á hátíðinni sem var haldin í Los Angeles í Kaliforníu.

Sjónvarpsþættirnir um Sherlock Holmes hafa staðið frá árinu 2010 en þar fer Benedict Cumberbatch með hlutverk Sherlocks Holmes og Martin Freeman með hlutverk Dr. Watsons.

Hugsanleg ástæða fyrir því hvers vegna þá tvo vantaði á verðlaunahátíðina er annir þeirra beggja, en þeir eru í tökum á framhaldsmyndum um Hobbitann, eða The Hobbit, þar sem Freeman fer með aðalhlutverkið sem Bilbo Baggins og Cumberbatch raddsetur drekann Smaug.

Fjórða þáttaröð af Sherlock Holmes-þáttunum verður tekin upp í byrjun næsta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson