Lögreglan leitar að félaga Cyrus

AFP

Jesse Helt, sem lýsti aðstæðum heimilislausra á MTV hátíðinni á sunnudag er leitað af lögreglunni í Oregon fyrir brot á skilorði. Helt kom fram á hátíðinni með söngkonunni Miley Cyrus en myndbandið við lag hennar Wreckin Ball var valið besta tónlistarmyndbandið á hátíðinni.

Í frétt Guardian kemur fram að handtökuskipun á hendur honum sé síðan árinu 2011 vegna þess að hann hafi brotið skilorð. Helt, sem er 22 ára gamall, var handtekinn árið 2010 fyrir að hafa brotist inn í íbúð manns sem Helt taldi að hefði selt sér lélegt marijúana. Lögreglan í Salem ákærði hann og játaði hann sök. Var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Í einhvern tíma tilkynnti hann sig reglulega hjá skilorðsfulltrúa sínum en síðan hélt hann til Los Angeles þar sem hann hefur búið á götunni og notið aðstoðar frá hjálparsamtökunum My Friend's Place en það var einmitt í gegnum þau sem hann komst í kynni við Cyrus en söngkonan kom í heimsókn til samtakanna þann 19. ágúst sl.

Samkvæmt Guardian ákvað Cyrus, innblásin af Marlon Brando, sem árið 1973 notaði tækifærið á Óskarsverðlaunahátíðinni til þess að gagnrýna stefnu stjórnvalda gagnvart frumbyggjum, að bjóða Helt á hátíðina með sér.

Þegar tilkynnt var um að myndband hennar hefði verið valið myndskeið ársins ákvað hún að biðja Helt um að ávarpa samkomuna í sinn stað. „Ég heiti Jesse,“ sagði hann. „Ég þigg þessi verðlaun fyrir hönd þeirra 1,6 milljóna ungmenna sem annað hvort hafa flúið að heiman eða eru heimilislausir í Bandaríkjunum. Sem svelta, áttavillt og hrædd um líf sitt á þessari stundi. Ég veit þetta því ég er einn þeirra.“

Miley Cyrus og Jesse Helt
Miley Cyrus og Jesse Helt AFP
Miley Cyrus og Jesse Helt
Miley Cyrus og Jesse Helt AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant