Hello Kitty er ekki kisa

Ljósmynd/Wikipedia

Hello Kitty fígúran er ekki kisa, að því er tímaritið L.A. Times greinir frá.

Skaparar sætu japönsku fígúrunnar, Hello Kitty, frá fyrirtækinu Sanrio hafa staðfest að fígúran sé ekki köttur. Þetta gæti mörgum þótt undarlegt þar sem fígúran líkist ketti, með stór, kisuleg eyru og veiðihár.

Í viðtali við L.A. Times sagði rithöfundur bókarinnar Pink Globalization: Hello Kitty's Trek Across the Pacific, Christine R. Yano, að fyrirtækið á bakvið Hello Kitty-fígúrunua, Sanrio, leggi mikla áherslu á að fígúran sé ekki talin kattarkyns.

Christine R. Yano var að undirbúa sýningu sem sýna átti í safninu Japanese American Museum í Los Angeles í Kaliforníu þegar texta sem hún hafði skrifað um Hello Kitty var breytt af Sanrio-fyrirtækinu.

Fyrirtækið leiðrétti Christine R. Yano og sagði að Hello Kitty væri teiknimyndapersóna, lítil stelpa og vinur en alls ekki köttur. Enn fremur var sagt að Hello Kitty hefði aldrei verið sýnd á fjórum fótum og eigi jafnvel sjálf kött sem gæludýr sem kallast Charmmy Kitty.

Sýningin sem Christine R. Yano vinnur að verður opnuð í október í Los Angeles en sýningin verður í tilefni af 40 ára afmæli Hello Kitty.

Hello Kitty-fígúran var sköpuð árið 1974 í Japan og varð vinsæl í Bandaríkjunum tveimur árum síðar. Þrátt fyrir að vera sköpuð í Japan heldur Sanrio-fyrirtækið því staðfastlega fram að Hello Kitty sé bresk.

Það er vegna þess að á áttunda áratuginum var japanskt samfélag heltekið af öllu sem var breskt og samkvæmt vefsíðu Sanrio fæddist Hello Kitty í London. Einnig stendur á vefsíðunni að foreldrar Hello Kitty séu bresku hjónin George og Mary White og að hún eigi tvíburasystur sem heiti Mimmy ásamt því að eiga ömmu og afa sem heita Anthony og Margaret.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant