Mike Leigh heiðursgestur RIFF

Breski leikstjórinn Mike Leigh.
Breski leikstjórinn Mike Leigh.

Breski leikstjórinn Mike Leigh mun verða heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september næstkomandi. Að auki mun nýjasta kvikmynd hans, Mr. Turner, verða sýnd á hátíðinni.

Von er á honum til landsins í lok september.

Hann mun veita heiðursverðlaunum RIFF móttöku á Bessastöðum. Eins og fyrri ár, er það herra Ólafur Ragnar Grímsson sem mun afhenda þau.

Mr. Turner var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Ásamt því að vera tilnefnd til Gullpálmans þá vann aðalleikari myndarinnar, Timothy Spall, leikendaverðlaunin á hátíðinni.

Kvikmyndin fjallar um ævi og störf eins mesta málara Breta, J.M.W. Turner, sem var álitinn mikill sérvitringur á sínum tíma en hann lagði grunninn að auknum hróðri landslagsmynda í málaralist á 19. öld.

„Það er óhætt að segja að Mike Leigh sé einn mikilvægasti og áhrifamesti leikstjóri 10. áratugarins, en eftir feril í leikhúsi og sjónvarpi, festi Leigh sig í sessi með hinum stórkostlegu kvikmyndaverkum, Naked (1993) sem var tilnefnd til Gullpálmans í Cannes, og Secrets and Lies (1996), sem hreppti verðlaunin. Síðan þá hefur Leigh gert hvern gullmolann á fætur öðrum, m.a. Vera Drake (2004), sem vann Gull-ljónið í Feneyjum og tugi annarra verðlauna um víða veröld og Happy-Go-Lucky (2008) sem heillaði bæði gagnrýnendur og áhorfendur á hátíðum um allan heim,“ segir í tilkynningu.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant