Minnast Karls Sighvatssonar á KARLSVÖKU

Frá blaðamannafundi í tilefni Karlsvöku í gær.
Frá blaðamannafundi í tilefni Karlsvöku í gær. Þórður Arnar Þórðarson

Samferðamenn og aðdáendur Karls J. Sighvatssonar, sem lést um aldur fram árið 1991, ætla að efna til KARLSVÖKU, stórtónleika til minningar um Karl. KARLSVAKA verður haldin 12. september í Hörpu.

Gunnar Þórarson og félagar úr hljómsveitinni Trúbrot flytja lag tileinkað Karli, félagar úr Flowers rifja upp gamla takta og forsvarsmenn Minningarsjóðs Karls J. Sighvatssonar kynna styrkþega úr sjóðnum. Á fjórða tug hafa hlotið námsstyrk úr sjóðnum til framhaldsnáms, styrki til orgelkaupa, nótna- og geisladiskaútgáfu og ýmislegs annars.

Á KARLSVÖKU koma meðal annarra fram Hjaltalín, Ólafur Arnalds, Apparat Organ Kvartett og fjölmargir aðrir.

Myndbandið hér í fréttinni var tekið á blaðamannafundi í gær, þar sem KARLSVAKA var kynnt. Félagar Karls heitins tóku lagið eins og þeim einum er lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant