Nektarmyndum lekið eftir tölvuárás

Jennifer Lawrence
Jennifer Lawrence AFP

Nektarmyndum af þekktum leikkonum og fleiri þekktum konum hefur verið lekið á netið eftir tölvuárás. Meðal annars hefur nektarmyndum af Jennifer Lawrence verið dreift á netinu.

Á vef BBC kemur fram að einhverjar þeirra segi að myndirnar séu falsaðar á meðan aðrar staðfesti að myndirnar séu af þeim.

Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuhökkurum núna eru Rihanna, Kate Upton, Selena Gomez og Kim Kardashian.

Umboðsmaður Lawrence segir að gripið verði til varna og málið kært til lögreglu. 

Mary Elizabeth Winstead, sem meðal annars hefur leikið í myndum eins og A Good Day to Die Hard hefur einnig staðfest að myndirnar sem hafa verið birtar af henni séu ófalsaðar. „Þið ykkar sem eruð að horfa á myndirnar sem ég tók með eiginmanni mínum fyrir mörgum árum síðan á heimili okkar, ég von að þið séuð ánægð með ykkur,“ skrifar hún á Twitter. 

Samkvæmt BBC var myndunum stolið af geymslusvæðinu iCloud. Apple hefur ekki tjáð sig um árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant