Var misnotuð kynferðislega í æsku

Samantha Morton
Samantha Morton

Breska leikkonan Samantha Morton sem m.a. var tilnefnd var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Woody Allen myndinni Sweet and Lowdown greindi frá því í dag að hún hefði verið kynferðislega misnotuð í æsku af starfsmanni fósturheimilis sem hún bjó á.

Í viðtalið við breska dagblaðið Guardian sagðist hún hafa ákveðið að greina frá þessu eftir að upplýst var um kynferðisofbeldið sem viðgekkst í Rotherham á árunum 1997 til 2013 en samkvæmt skýrslu sem unnin var um málið og kom út í lok ágúst voru um 1.400 börn og ungmenni beitt kynferðisofbeldi á tímabilinu

Hún sagðist hafa talið að enginn myndi trúa sér hefði hún sagt frá ofbeldinu á sínum tíma. „Þetta var svo indælt fólk og þetta kom mér sjálfri á óvart,“ sagði hún.

Hin 37 ára gamla leikkona eyddi stærstum hluta æsku sinnar á fósturheimilum en faðir hennar var mjög ofbeldishneigður og sat lengi í fangelsi. Þá fékk móðir hennar taugaáfall þegar hún var ung og stjúpfaðir hennar, sem nú er látinn, var alkóhólisti og sat einnig inni um tíma.

Gerist í smáum skrefum

Hún segir ofbeldið hafa átt sér stað þegar hún var þrettán ára gömul og bjó á ríkisreknu fósturheimili í Nottingham. Tveir starfsmenn sem einnig bjuggu á heimilinu og sáu um börnin hófu fyrst að gefa henni sælgæti og vingast við hana en nauðguðu henni síðar. Þeir nauðguðu henni bæði hvor í sínu lagi og saman. 

Hún segir misnotkun á börnum gerast í smáum skrefum - og sagði undirbúning oftast liggja þar að baki. Þá sagðist hún hafa óttast það að koma starfsmönnunum í vandræði. „Hversu skrýtið er það?“ spurði hún. Þó sagði hún félagsráðgjafa frá þessu síðar en ekki var gripið til neinna aðgerða.

Aðspurð hverjum hún væri reið vegna ofbeldisins; gerendunum, lögreglunni eða félagsráðgjafanum, sagðist hún telja félagsráðgjafann bera stærstan hlut sakarinnar. „Honum bar skylda til þess að hugsa um mig. Bar lögbundna skyldu til þess en gerði það ekki. Hann brást mér algjörlega en ég lifði þó af,“ sagði hún og bætti við að hún segði frá þessu til þess að koma í veg fyrir að aðrir lentu í hinu sama.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson