Afhjúpuðu styttu af Winehouse

Söngkonan Amy Winehouse
Söngkonan Amy Winehouse AFP

Nokkur hundruð manns hópuðust saman í Camden í norður London í dag til þess að vera viðstödd afhjúpun á styttu til minningar um söngkonuna Amy Winehouse.

Winhouse lést á heimili sínu í Camden í júlí 2011. Hún hefði orðið 31 árs í dag. 

Styttan sýnir Winehouse í raunstærð og þykir hún sýna nokkuð góða mynd af söngkonunni er hún stendur með hendi á mjöðm og með lifandi rós í hárinu. Styttan, sem var gerð af myndhöggvaranum Scott Eaton, er staðsett í miðjum Stables markaðinum í Camden. The Guardian greinir frá þessu.

Sumir þeirra sem voru viðstaddir athöfnina í dag höfðu ferðast langar vegalengdir til þess að sjá styttuna. Til að mynda kom einn aðdáandi alla leið frá Hawaii.

Faðir Winehouse, Mitch Winehouse, var einn þeirra sem ákvað staðsetningu styttunnar og eftir að hún var afhjúpuð kyssti hann hana á kinnina. „Ég finn fyrir mjög blendnum tilfinningum í dag,“ sagði hann. „Þeir reisa ekki styttur af fólki sem er lifandi þannig að styttan minnir mig á að hún sé dáin en andi hennar mun aldrei yfirgefa okkur. Ég er mjög sorgmæddur, við ættum ekki að vera hérna, en við erum hér, þetta er raunveruleikinn og við verðum að gera það besta úr honum. Og styttan gerir það.“

Hann bætti við að hann myndi heimsækja styttuna reglulega. „Það var erfitt að sjá styttuna fyrst en nú er ég búin að venjast henni. Hún er mjög falleg.“

Einn aðdáandi Winehouse Marcello Forelli var viðstaddur athöfnina í dag. Forelli, sem er 59 ára gamall ferðaðist frá Feneyjum á Ítalíu til að sjá styttuna. Hann klæddist bol með mynd af söngkonunni og sýndi blaðamanni húðflúr með andliti hennar á bringu sinni. „Ég kom hingað til að sjá Amy,“ sagði hann. „Hún var besta söngkona í heimi þannig að þetta er sorgardagur.“

Hér má sjá umfjöllun The Guardian um styttuna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson