12:00 troðfyllti Sjallann

„Við vorum beðnir um að spila í Sjallanum á Akureyri og fannst okkur það mjög freistandi að halda lokaballið okkar þar því við erum nú útskrifaðir frá Verzló og því hættir í 12:00 nefndinni,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason, sem áður átti sæti í 12:00 nefnd Verzlunarskóla Íslands.

Ballið í Sjallanum fór fram um nýliðna helgi og mættu um 600 manns á svæðið. „Við vorum alveg gífurlega ánægðir með viðtökurnar. Starfsfólkið í Sjallanum kallaði þetta „Palla-style“ sem þýðir að Sjallinn var vel fullur af fólki,“ segir Nökkvi Fjalar, en flutt voru um tíu danslög sem er um klukkustunda löng dagskrá. 

„Eftir upphitun komum við með klukkutíma sýningu, en við höfum aldrei verið með jafn langa dagskrá áður því vanalega er þetta um hálftími. En við tókum allan pakkann á þetta.“

Nökkvi Fjalar segir það hreint út sagt frábært að svo lítil skólanefnd sem 12:00 er hafi náð að fylla jafn stóran skemmtistað og Sjallann á Akureyri. En auk 12:00 komu nyxo og dj Doddi mix fram á ballinu fyrir norðan. „Maður trúir því eiginlega varla sjálfur því við vorum allir nötrandi á beinunum fyrir sýningu yfir því hvort einhver myndi mæta,“ segir hann.

Líkt og fram hefur komið er 12:00 nefnd innan Verzlunarskóla Íslands og hafa strákarnir í nefndinni skólaárin 2012 til 2013 og 2013 til 2014 gefið frá sér fjölmörg lög sem mörg hver hafa hlotið góðar undirtektir. Vinsælasta lag þeirra er vafalaust lagið Sumartíminn, sem hægt er að nálgast hér að neðan ásamt nýjasta lagi þeirra Wunderbar.

Áttan á dagskrá í vetur

- Hvað tekur nú við að lokinni útskrift frá Verzlunarskólanum? „Það verður ákveðið framhald hjá þremur okkar, en við erum með sjónvarpsþátt sem heitir Áttan. Höfum við til þessa verið á sjónvarpsstöðinni Bravó, en nú erum við að velja á milli tilboða,“ segir Nökkvi Fjalar. Þeir sem skipa Áttuna eru auk hans Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson. 

Aðspurður segir Nökkvi Fjalar ekki ljóst hvar skemmtiþættirnir verða sýndir, en hann er þó mjög vongóður um að þættirnir verði í sýningu þrisvar sinnum í viku nú í haust.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson