Áttaði sig á eigin kynhneigð við handritsskrifin

Samira Wiley og Lauren Morelli eru nýjasta Hollywood-parið.
Samira Wiley og Lauren Morelli eru nýjasta Hollywood-parið. mbl.is/AFP

Lauren Morelli, höfundur þáttanna vinsælu Orange Is The New Black, skildi nýverið við eiginmann sinn og er nú byrjuð með Samiru Wiley sem leikur Poussey Washington í þáttunum sem fjalla um lífið og tilveruna innan veggja kvennafangelsis.

Morelli segist hafa áttað sig á eigin kynhneigð þegar hún skrifaði handritið fyrir Orange Is The New Black-þættina sem snúast um ástarsamband tveggja kvenna, þeirra Alex og Piper. Morelli kom út úr skápnum stuttu eftir handritsskrifin en skömmu áður hafði hún gifst þáverandi eiginmanni sínum.

„Ég elskaði að skrifa þetta, ég elskaði að sjá sambandið þróast og sjá að ástríðan var ávallt við völd á milli Alex og Piper. En á sama tíma var ég að fara í gegnum sjálfskoðun og mér leið alltaf eins og svikara. Ég var gift karlmanni en ég var ekki gagnkynhneigð,“ skrifaði Morelli í ritgerð sem hún gaf út í vor.

Síðan Morelli sótti um skilnað frá eiginmanni sínum hefur hún eytt miklum tíma með Wiley.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant