Búktalari í Ungfrú Bandaríkjunum

Um helgina fór fegurðarsamkeppnin Ungfrú Bandaríkin fram. Að vanda var mikið um síðkjóla, nýpússuð bros og alvarlegar íhuganir um heimsfrið og þriðja árið í röð var það ungfrú New York sem hampaði krúnunni.

Ungfrú Ohio, Mackenzie Bart, tókst þó jafnframt að vekja á sér sérstaka athygli í þeim hluta keppninnar sem snýr að hæfileikum stúlknanna. Aðrar stúlkur sýndu hefðbundnari atriði á borð við dans, píanóleik og söng en Bart kom öllum á óvart með því að grípa brúðu með sér á sviðið og tala búktal.

Bart mun vera fyrsti búktalari keppninnar í 50 ár. Hún og brúðan Roxy fluttu óhefðbundna útgáfu af Mary Poppins-laginu „Supercalifragilisticexpialidocious“ en myndband af atriðinu má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant