Krafðist þess að maður í hjólastól stæði upp

Kanye West þykir mikill dóni.
Kanye West þykir mikill dóni. AFP

Rapparinn Kanye West er m.a. þekktur fyrir frekju og yfirgang en það var hann sem stökk upp á svið og truflaði Taylor Swift þegar hún tók við VMA-verðlaunum árið 2009. Á föstudaginn toppaði hann sig þó þegar hann krafðist þess að aðdáandi hans, sem bundinn er við hjólastól, risi á fætur.

West kom fram á tónleikum í Sydney um helgina og lenti heldur betur í óþægilegu atviki á miðjum tónleikum. Hann bað aðdáendur sína um að rísa á fætur áður en hann byrjaði á næsta lagi en þegar nokkrir einstaklingar stóðu ekki upp krafðist hann þess að fá að vita af hverju þeir hlýddu honum ekki.

Áhorfendur Wests bauluðu á hann þegar hann neitaði að halda áfram. „Það eru bókstaflega tveir einstaklingar eftir. Þeir vilja ekki standa upp. Ég hef aldrei beðið eins lengi eftir að taka næsta lag. Þetta er ótrúlegt,“ sagði West. Eftir langa og vandræðalega þögn áttaði West sig á því að um fatlaða einstaklinga var að ræða. „Nú, ef hann er í hjólastól þá er þetta í lagi,“ sagði hann áður en hann byrjaði loksins á næsta lagi.

Aðdáendur Wests voru vægast sagt óánægðir með framkomu hans á tónleikunum og helltu sér yfir hann á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson