Minnast Freddie Mercury með vodka

Freddie Mercury.
Freddie Mercury. AFP

Eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar Queen ætla að minnast Freddie Mercury, sem lést árið 1991, með því að setja á markað nýja tegund vodka sem kallast Killer Queen eftir vinsælu lagi þeirra sem kom út fyrir 40 árum.

Hljómsveitin Queen og áfengisframleiðandinn Stoli hafa nú sameinað krafta sína og búið til hinn fullkomna drykk að mati meðlima hljómsveitarinnar Queen.

„Freddie elskaði vodka og hann kom alltaf með kælibox fullt af vodka á tónleikaferðalög. Killer Queen er fullkominn virðingarvottur til hans,“ sagði Brian May, gítarleikari Queen, í viðtali sem birtist á NME.com.

Vodkinn kemur á markað í Bretlandi seinna í þessari viku. Hann kemur í takmörkuðu upplagi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant