Féll 15 metra á tískuvikunni í London

Mynd frá tískuvikunni í London.
Mynd frá tískuvikunni í London. AFP

Áhorfendum Topshop-tískusýningarinnar á tískuvikunni í London var heldur betur brugðið þegar iðnaðarmaður féll í gegnum glerþak og lenti á bakinu. Atvikið átti sér stað í gær í miðri tískusýningu.

Talið er að maðurinn hafi fallið 15 metra áður en hann lenti á bakinu, áhorfendum til mikillar skelfingar. Meðal áhorfenda var fyrirsætan og sjónvarpskonan Alexa Chung. Sjónarvottar sögðu manninn hafa lent á auðu svæði og að viðstaddir hefðu aldrei verið í hættu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í snatri.

„Það kom fát á fólk. Það héldu allir að einhver ljósabúnaður hefði dottið, þangað til öryggisverðir fóru að hlaupa til og kalla,“ sagði heimildarmaður Britain's Daily Telegraph.

Það sem þótti merkilegast var að tískusýningin hélt áfram eins og ekkert hefði ískorist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson