Konungur í umferðarslysi

Sænsku konungshjónin, Silvía drottning og Karl Gústaf XVI konungur.
Sænsku konungshjónin, Silvía drottning og Karl Gústaf XVI konungur. www.kungahuset.se

Karl Gústaf Svíakonungur slapp ómeiddur úr umferðaróhappi í morgun. Konungurinn var á ferð í bifreið sem lenti í minniháttar árekstri á Nockeby-brúnni í nágrenni Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar. Hann hélt síðan áfram ferð sinni til norðurhluta landsins í kjölfarið.

Karl Gústaf er ekki fyrsti konungur Svíþjóðar til þess að lenda í umferðaróhappi en fram kemur í frétt AFP að suðvestur af Stokkhólmi sé til að mynda hérað sem kallast Kungans Kurva eða Konungsbeygja. Nafn þess sé dregið af því að bifreið afa Karls Gústafs, Gústafs V, hafi endað þar í skurði árið 1946 þegar bílstjóri hans fór of hratt í beygju á veginum.

Þá má einnig finna stað í Norrköping í suðurhluta landsins sem er nefndur eftir atviki frá 2005 þegar Karl Gústaf lenti í árekstri við aðra bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson