Snoop Dogg fordómafullur gagnvart samkynhneigðum

Raparinn Snoop Dogg.
Raparinn Snoop Dogg. mbl.is/AFP

Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs birti rapparinn Snoop Dogg skilaboð á Twitter og Instagarm í fyrradag sem fjölluðu um samkynhneigða á niðrandi hátt.

Snoop Dogg er sagður hafa birt mynd af tveimur karlmönnum sem liggja saman í rúmi ásamt skilaboðum sem þóttu fordómafull.

Hann mun hafa eytt færslunni 40 mínútum seinna. Rapparinn hefur enn ekki tjáð sig um málið

Snoop Dogg hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi ekkert á móti samkynhneigðum en hann hefur þó áður látið fordómafull ummæli um samkynhneigða út úr sér. „Það er í lagi ef þú ert söngvari en ég held að það verði aldrei ásættanlegt í rappheiminum vegna þess að rapp er svo karlmannlegt,“ sagði Snoop Dogg þegar hann var spurður um álit sitt á rapparanum Frank Ocean og þeirri staðreynd að hann er samkynhneigður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant