Þingmaður syngur um stafrófið

Prófessorinn og Ágústa Eva syngja um íslenska stafrófið.
Prófessorinn og Ágústa Eva syngja um íslenska stafrófið. Skjáskot/YouTube

Háðfuglinn og þingmaðurinn Óttarr Proppé hefur tekið höndum saman með söng- og leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur. Saman syngja þau fyrsta lag Íslandssögunnar sem sérstaklega er samið fyrir íslenska stafrófið. Ágústa Eva og Óttarr í gervi Prófessorsins þylja stafrófið við fönkskotinn undirleik valinkunnra hljóðfæraleika.

Prófessorinn þekkja flestir enda heimsfrægur á Íslandi eftir leikritið og hljómplötuna um Diskóeyjuna. Þar unnu saman Prófessorinn og Memfismafían og olli samstarfið straumhvörfum á íslenska diskó- og fönkbarnaplötumarkaðnum.

Diskóeyjan var hugarfóstur þeirra Braga Valdimars Skúlasonar, Óttars Proppé og Guðm. Kristins Jónssonar (Kidda Hjálms), sem fengu til liðs við sig hóp valinkunnra og ástsælla listamanna til að gæða eyjuna lífi.

Eins og með lög og texta á Diskóeyjunni þá samdi Bragi Valdimar einnig lagið S. T. A. F. R. Ó. F. sem gefið er út í tengslum við að sjónvarpsþátturinn Orðbragð mun í haust hefja göngu sína að nýju.

Hér að neðan má sjá myndband við S. T. A. F. R. Ó. F. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant