Jolie heldur áfram að leikstýra

Bandaríska leikkonan og leikstjórinn Angelina Jolie.
Bandaríska leikkonan og leikstjórinn Angelina Jolie. AFP

Angelina Jolie mun leikstýra kvikmynd um keníska náttúruverndarsinnann Richard Leaky og baráttu hans við veiðiþjófa. Myndin mun einfaldlega heita „Africa“ og er handritið skrifað af óskarsverðlaunahafanum Eric Roth.

Leikkonan, sem hefur verið að prófa sig áfram sem leikstjóri og mun hún frumsýna mynd sína „Unbroken“ í desember.

„Ég hef fundið fyrir djúpri tengingu við Afríku og menningu hennar í langan tíma,“ sagði Jolie ásamt að lofsyngja handrit Roth, en hann skrifaði m.a. handritið að kvikmyndinni um Forrest Gump. 

Kvikmyndin er um mann sem er dreginn inn í átök við veiðiþjófa sem stela fílabeinum. „Hann er með dýpri skilning á áhrifum mannsins á umhverfið og á ábyrgð heimsins gagnvart því,“ sagði Jolie um verkefnið. 

Jolie vinnur nú að því að  leikstýra myndinni „By the Sea“ en hún skrifaði einnig handritið og leikur í henni með eiginmanni sínum Brad Pitt.

Fyrsta kvikmynd Jolie kom út árið 2011. Hún heitir „In the Land of Blood and Honey“ og fjallaði um Bosníustríðið. Myndin var tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem besta myndin á erlendu tungumáli.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant