Syngjandi glaður Walesbúi

Ferðalangar Morgunblaðsins um Norðurland tóku upp puttalinginn Lee Rice frá Wales við Laugar, en för hans var heitið á Akureyri. Rice var með bakpokann sinn og gítar og ferðaðist um landið á puttanum.

Saga hans var skemmtileg og lögin góð. Það var því um að gera að setja hann út við Vaðlaheiði þar sem nú eru gerð göng í gegn og láta hann taka lagið. 

„Landið ykkar er svo ótrúlega fallegt. Ég fór frá Wales fyrir hálfu ári og er búinn að ferðast um Þýskaland, Holland og Noreg og spila fyrir fólk. Vonandi næ ég að safna mér nógu til að fara til Ameríku að taka upp næstu plötu,“ sagði Rice á meðan Goðafoss var skoðaður.

Hann hélt að hann gæti spilað víða um land en komst að því að það eru í raun bara tveir miðbæir til á Íslandi. Í Reykjavík og á Akureyri. „Það er svolítið erfitt að spila í þessum bæjum sem ég hef stoppað í. Veðrið hefur samt verið gott og Íslendingar eru upp til hópa algjörir snillingar. “

Lee Rice - Trúbador með meiru.
Lee Rice - Trúbador með meiru. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant