Uppselt á Iceland Airwaves

Fjölmargar hljómsveitir hafa komið fram á Iceland Airwaves þau fimmtán …
Fjölmargar hljómsveitir hafa komið fram á Iceland Airwaves þau fimmtán ár sem hátíðin hefur nú verið haldin. Hún fer fram í sextánda sinn í nóvember. mbl.is/Golli

Miðar á Iceland Airwaves seldust upp í dag en hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember. Alls munu 220 listamenn koma fram á hátíðinni, þar af 67 erlendar sveitir.

Meðal þeirra sem fram koma eru Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Ásgeir, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Anna Calvi, How To Dress Well, Sin Fang, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Mugison, Eskmo, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök. 

Dagskráin var tilkynnt nýlega en hátíðin fer fram á tólf tónleikastöðum í miðborginni en gestir geta náð í  app og sett saman eigin dagskrá, segir í fréttatilkynningu frá hátíðinni.

Off-venue-dagskrá Iceland Airwaves, sem opin er öllum og ókeypis, verður kynnt á næstunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant