„Ég vona að lögreglan rannsaki málið sem morð“

Juliette Lewis og Misty Upham. Mynd við færslu Lewis um …
Juliette Lewis og Misty Upham. Mynd við færslu Lewis um dauða Upham. Af Instagram

Leikkonan Misty Upham fannst látin í gljúfri í Seattle í Washington á fimmtudag. Juliette Lewis, sem lék með Upham í myndinni August: Osage County, segir að Upham hafi átt marga óvini. „Ég vona að lögreglan rannsaki málið sem morð,“ skrifaði Lewis á Twitter. 

„Ég er í miklu áfalli og syrgi. Ég bið fyrir því að lögreglan rannsaki málið sem morð. Þeir segja að ekkert saknæmt virðist hafa átt sér stað, en það er auðvitað þannig,“ skrifaði Lewis eftir að hafa heyrt að vinkona hennar hafi fundist látin.

Upham var af indíánaættum og barðist ítrekað gegn órétti sem frumbyggjar í Norður-Ameríku þurfa að þola. Lewis segir hana því hafa átt óvini. „Lögreglan verður að rannsaka þetta.“

Upham hvarf þann 6. október og lík hennar fannst á botni gjúfurs við White-ánna í Auburn í Washington. 

Er hún hvarf sagði faðir hennar að hún hefði glímt við geðsjúkdóm og óttaðist að hún hefði svipt sig lífi. Eftir að lík hennar fannst sagði hann hins vegar að fjölskyldan teldi ekki að hún hefði framið sjálfsvíg. Segir hún að Upham hafi verið að fela sig fyrir lögreglu á syllu í gilinu er hún hrapaði og lést.

Lewis segist eiga erfitt með svefn eftir að hafa heyrt af dauða vinkonu sinnar. „Get ekki sofið. Of mikið myrkur. Ég er svo hrygg út af Misty. Misty sagði mér frá hrikalegu ofbeldi sem hún varð fyrir á verndarsvæðinu. Hún óttaðist sjálf að hún yrði myrt! Því hún talaði opinskátt.“

Fréttir mbl.is:

Lík leikkonunnar væntanlega fundið

Leikkonunnar saknað í viku

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant