Sjónvarpskynnirinn Lynda Bellingham er látin

Lynda Bellingham ásamt eiginmanni sínum.
Lynda Bellingham ásamt eiginmanni sínum. AFP

Kanadísk-breska leikkonan og sjónvarpskynnirinn Lynda Bellingham er látin, hún var 66 ára að aldri.

Umboðsmaður Bellingham tilkynnti í dag að leikkonan hefði látist á spítala í London á sunnudaginn en hún glímdi við krabbamein.

„Lynda lést í örmum eiginmanns síns í gærkvöldi. Fjölskylda hennar, sem var henni kær, vill þakka starfsfólki spítalans fyrir stuðninginn og umhyggjuna,“ sagði umboðsmaður hennar m.a. í tilkynningu fyrr í dag.

Bellingham greindi frá því í seinasta mánuði að hún hygðist hætta í lyfjameðferð í nóvember til að geta notið jólanna. Bellingham fór í nokkur viðtöl til að tjá sig um ákvörðun sína um að hætta krabbameinsmeðferðinni, hún sagðist vera á góðum stað.

Bellingham er þekktust fyrir leik sinn í auglýsingum en hún var einnig kynnir spjallþáttarins Loose Women.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant