Krefur Simpsons um 30 milljarða

Frank Sivero.
Frank Sivero.

Bandaríski leikarinn Frank Sivero hefur höfðað mál á hendur Fox sjónvarpsstöðinni en heldur því fram að framleiðendur Simpsons-þáttanna hafi í heimildarleysi byggt persónu á mafíósa sem hann lék í kvikmyndinni Goodfellas. Sivero krefst þess að fá greiddar 250 milljónir dala í bætur.

Upphæðin samsvarar um 30 milljörðum króna.

Málið var höfðað í Los Angeles í gær. Í skjölum málsins heldur Sivero því fram að framleiðendur Simpsons hafi lofað að gera kvikmynd með honum. Þeir hefðu hins vegar gengið bak orða sinna og einfaldlega notað hann til að kynnast persónu hans. 

Sivero, sem er 62 ára, lék mafíósann Frankie Carbone í Goodfellas, sem er í leikstjórn Martin Scorsese. Myndin kom út árið 1990 og þykir sígild glæpasaga. 

Sivero segir að framleiðendur Simpsons hafi einfaldlega stolið persónunni og yfirfært hana á Louie, sem er liðsmaður mafíunnar í Springfield, heimabæ Simpsons-fjölskyldunnar.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Louie í Simpsons

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson