Amanda Bynes svipt sjálfræði

Amanda Bynes.
Amanda Bynes. AFP

Leikkonan Amanda Bynes hefur verið svipt sjálfræði og fjárræði eftir að móðir hennar fór fram á það við dómara að fá að stjórna bæði fjármálum og persónulegum málum dóttur sinnar, sem er mikið andlega veik. 

Móðirin, Lynn Bynes, telur dóttir hennar geta skaðað bæði sig og aðra, en hún var í síðasta mánuði handtekin fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Þá telur hún mikilvægt að vernda eignir dóttur sinnar, sem eru metnar á 2,8 milljónir dollara eða rúmlega 300 milljónir króna.

Bynes hefur dvalið á geðsjúkrahúsi síðan í síðasta mánuði og hafa geðlæknar sagt hana mjög veika og telja hana ekki geta hugsað um sjálfa sig. 

Bynes var á síðasta ári svipt sjálfræði og fjárræði tímabundið, en sviptingin rann úr gildi í sumar. Und­an­farna mánuði hef­ur hún ít­rekað kom­ist í fjöl­miðla fyr­ir hegðun sem ekki get­ur tal­ist eðli­leg. Hún er nú 28 ára en hóf fer­il sinn í kvik­mynd­um og sjón­varpi er hún var barn. Hún hef­ur m.a. und­ir­geng­ist fjöl­marg­ar lýtaaðgerðir á skömm­um tíma, úthúðað öll­um sem rétt hafa henni hjálp­ar­hönd, rakað af sér hárið og nú síðast rænt fatnaði úr verslun.

Þá hefur hún stundað það upp á síðkastið að kaupa rándýra skartgripi fyrir ókunnugt fólk, en foreldrar Bynes segja hana hafa farið inn í skartgripaverslanir og keypt mikið magn af dýrum skartgripum sem hún gaf svo ókunnugu fólki úti á götu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant