Michael Jackson vildi láta klóna sig

Poppkóngurinn Mickael Jackson.
Poppkóngurinn Mickael Jackson. Mynd/AFP

Poppkóngurinn lést í júní 2009 eftir að hafa innbyrt of stóran skammt af lyfseðilsskylda lyfinu Propofol. Luckman heldur því fram að fyrir andlátið hafi Jackson komið lífsýnum sínum fyrir á rannsóknarstofum evrópskra vísindamanna, og borgað þeim fyrir að reyna að búa til eftirmynd af honum.

Ósk Jacksons var að eftirmyndin myndi bera arfleið hans eftir að hann myndi falla frá, og hafði hann því komið lífssýnum sínum fyrir á þremur mismunandi sjúkrahúsum í heiminum og vonaðist til að þau yrðu notuð eftir að hann létist. Luckman hefur haldið þessu fram og sagt upplýsingarnar hafa komið frá fatahönnuðinum Andre Van Pier, sem hannaði sviðsbúninga Jackson.

Luckman sagði í samtali við BANG Showbiz að Jackson hafi haft mikinn áhuga á klóni. „Michael vildi að þetta myndi gerast, og hann eyddi tíma og peningum í að ná markmiði sínu. Við gætum séð eftirmyndir margra látinna stjarna með framþróun í vísindum.“

Luckman hefur nýlega lokið við skrif á bók sinni „The Battle for Michael Jackson's Soul,“ eða Baráttan um sál Michael Jacksons. Í bókinni fjallar hann meðal annars um áhuga Jacksons á klóni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant