Smurjón tryllir á Kexinu

Það er oft glatt á hjalla þegar Kex hostel heldur …
Það er oft glatt á hjalla þegar Kex hostel heldur viðburð. Eggert Jóhannesson

Á morgun mun Kex Hostel halda eina áhugaverðustu tónleika ársins í Gym & Tonic þegar Smurjón heldur jómfrúartónleika sína ásamt hljómsveit. Fyrir þá sem lítt þekkja til þá er Smurjón karlmaður á sextugsaldri sem ávallt kemur fram í vinnugalla og glansskyrtu.

Smurjón, sem stundum virkar pirraður, kemur skilaboðum sínum á framfæri í gegnum gamlan og traustan útvarpshljóðnema sem beintengdur er stuttbylgjutæki.

Er það Hörður Bragason, orgelleikari og tónskáld, sem kemur fram sem Smurjón en Hörður er mörgum vel þekktur enda hefur hann komið að fjölmörgum tónlistarverkefnum síðastliðin 35 ár. Þekktastur er hann að líkindum fyrir störf sín með Apparat Organ Quartet, Hr. Ingi R., Megasi og hinni goðsagnakenndu Bruna BB.

Ásamt Smurjóni mun níu manna hljómsveit stíga á stokk en hún er skipuð meðlimum úr U.X.I, Apparat Organ Quartet og dj. flugvél og geimskip. 

Þá er ljóðskáldið Bjarni Bernharður Bjarnason sérstakur heiðursgestur kvöldsins og fer hann með upplestur áður en sjálfur Smurjón stígur á svið.

Áhugasömum er bent á að viðburðurinn hefst stundvíslega klukkan 21 og eru miðar seldir við hurð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant