Var 5 klukkutíma í förðun

Víkingur í fullum Avatar skrúða.
Víkingur í fullum Avatar skrúða.

Grímubúningur Víkings Heiðars Arnórssonar fyrir Hrekkjavöku (e. Halloween) í fyrra hefur vakið nokkra athygli á veraldarvefnum. Í fyrradag birti Víkingur myndband sem sýnir hvernig hann umbreyttist í svokallaðan Avatar úr samnefndri kvikmynd James Cameron frá 2009.

Grímubúningurinn er í metnaðarfyllri kantinum svo vægt sé til orða tekið en Víkingur segir undirbúning fyrir búninginn hafa staðið í marga mánuði. Förðunin ein og sér tók alls fimm klukkutíma og en hann naut þó aðstoðar þeirra Söru Dísar and Sollu hjá NYX Cosmetics Iceland.

Þar sem Víkingur fann ekkert viðeigandi vopn með búningnum brá hann á það ráð að láta smíða fyrir sig spjót úr kústskafti og beyglaðri garðyrkjuskóflu. Skóflan og skaftið voru spreyjuð til að ná fram réttu útliti og svo var kaðli vafið utan um svo spjótið liti út fyrir að koma beinustu leið úr frumskóginum.

„Alltaf þegar ég geri eitthvað  þá tek ég það alla leið“ segir Víkingur. „Mér finnst það bara hálf asnalegt að fá sér einhvern lepp fyrir augað, sjóræningjahatt og búið. Ég vil gera þetta annað hvort af alvöru eða ekki,“ segir Víkingur sem kveður vinnuna svo sannarlega hafa verið þess virði.

„Það var reyndar skítkalt úti á þessum tíma. Maður var þarna króknandi úr kulda, labbandi hálfnakinn um bæinn því ég var auðvitað bara í pilsi og einhverjum sandölum minnir mig.

Tveimur árum áður hafði Víkingur flutt inn brynju fyrir Spartverja-búning og síðan þá hafði hann dreymt um að toppa þann búning. Ljóst er að honum tókst svo sannarlega ætlunarverk sitt með Avatar-búningnum en áætlanir hans um að toppa sig á ný í ár runnu út í sandinn vegna tímaskorts. Hann segir búninginn þó hafa verið nokkurn veginn tilbúinn og að honum finnist synd að þurfa að bíða með að sýna hann fram á næstu Hrekkjavöku.

„Ég er jafnvel að spá í að fara bara í búningnum í næstu viku í bæinn, ég nenni ekki að bíða í heilt ár.“

Víkingur kominn með eyrun.
Víkingur kominn með eyrun.
Flestir myndu kalla búning Víkings í ár frekar metnaðarfullan, en …
Flestir myndu kalla búning Víkings í ár frekar metnaðarfullan, en fyrir honum var búningurinn redding.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson