Brjáluð stemning á fjórða degi

Fjölmennt var í gær í miðborginni þar sem gætti ákveðinnar menningarnæturstemningar. Hljómsveitir tróðu upp á næstum hverju horni og búðarglugga og krökkt var af erlendum gestum á götum Reykjavíkur.

Gestir Airwaves-hátíðarinnar flúðu nóvemberkuldann inn í Hörpu þar sem raðirnar inn í Silfurberg náðu stjarnfræðilegum lengdum en hápunktur kvöldsins þar voru án efa tónleikar sænsku sveitarinnar The Knife sem margir biðu með eftirvæntingu enda um síðustu tónleika sveitarinnar að ræða. Á undan þeim steig íslenska hljómsveitin Samaris á svið og heillaði áhorfendur með seiðmagnaðri sviðsframkomu og heillandi, dimmri og angurværri tónlist. The Knife fyllti svo húsið en þau komu fram íklædd bláum satínsamfestingum og glimmeri.

Meðal annarra hljómsveita til að stíga á svið á laugardagskvöldið voru Pink Street Boys, Just Another Snake Cult, Kalela, Caribou og DJFlugvél og Geimskip. Iceland Airwaves-hátíðinni lýkur í kvöld en þá eru meðal annars tónleikar með Flaming Lips og The War on Drugs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson