Allur tilfinningaskalinn á Skrekk í kvöld

Úr atriði Kelduskóla
Úr atriði Kelduskóla mbl.is/Árni Sæberg

Lokakvöld hæfileikakeppninnar Skrekks fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í síðustu viku tryggðu sex skólar sér sæti í úrslitum í undankeppnum, Austurbæjarskóli, Hlíðaskóli, Kelduskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli og Seljaskóli, en þar að auki voru Réttarholtsskóli og Sæmundarskóli valdir til að keppa í úrslitum af dómnefndinni.

Bein útsending frá úrslitunum hefst klukkan 19:00 á SkjáEinum og er í opinni dagskrá en áður en nú stendur hinsvegar yfir sérstök foreldrasýning þar sem unglingarnir hita sig upp fyrir kvöldið.

„Hér er bara mikil gleði og spennustigið er hátt, meira að segja kynnirinn er spenntur,“ segir Héðinn Sveinbjörnsson, verkefnastjóri Skrekks, þegar blaðamaður mbl.is nær af honum tali rétt fyrir rennslið. 

„Maður verður ósjálfrátt stressaður, sjónvarpsvélarnar eru t.d. ekki komnar upp. Manni finnst það óvanalegt og spyr sig hvort maður eigi að vera að naga neglurnar eða ekki,“ heldur hann áfram en hlær þó og segir viss um að allt muni ganga eins og smurt þegar þar að kemur. 

Héðinn segir keppnina skipta unglingana miklu máli þó svo að eðlilega sé brýnt fyrir þeim að það mikilvægasta sé ekki að vinna heldur að taka þátt.

„Þetta byrjar allt í ágúst, krakkarnir eru að æfa fyrir Skrekk frá skólasetningu. Þau æfa af krafti og sumir skólar eru jafnvel með undankeppnir. Það eru því miklar tilfinningar, hlátur, grátur og allur skalinn sem fylgir þessu,“ segir Héðinn.

„Þau vilja ganga langt og standa sig vel. Þetta er atburður sem þau elska og þau brenna fyrir þessu“ 

Atriði Laugalækjarskóla
Atriði Laugalækjarskóla
Atriði Réttarholtsskóla.
Atriði Réttarholtsskóla.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson