Kim segir nektarmyndirnar listaverk

Kim Kardashian er ánægð með nektarmyndirnar sem birtust í tímaritinu …
Kim Kardashian er ánægð með nektarmyndirnar sem birtust í tímaritinu Paper. ljósmynd/ papermag.com

Nektarmyndir af Kim Kardashian sem birtust í tímaritinu Paper gerðu allt vitlaust fyrr í mánuðinum og virtust allir hafa skoðun á myndunum. En núna hefur sjálf Kim tjáð sig um myndirnar, hún segir myndirnar vera listaverk.

Kardashian fékk misjöfn viðbrögð við nektarmyndunum, sumum fannst þær t.d. fyndnar, öðrum fannst þær fallegar og enn öðrum fannst þær ósmekklegar í ljósi þess að hún er móðir. Þrátt fyrir að hafa hlotið töluverða gagnrýni virðist Kim sátt við ákvörðun sína.

„Það var mér mikill heiður að fá að vinna með [ljósmyndaranum] Jean-Paul Goude vegna þess að hann er goðsögn. Sem fyrirmynd þá er ég ekki að segja að aðrir ættu að gera þetta en fyrir mér var þetta listaverk og verkefnið kenndi mér að gera það sem mig langar til að gera,“ sagði Kim í viðtali í ástralska þættinum The Project.

Kim sagðist þá hafa verið mjög örugg á tökustað og sér hefði liðið vel með sjálfa sig. „Ég elska myndirnar, ég gerði þetta fyrir mig og ég vona að öðrum líki þær vel.

Mér var illt í bakinu í viku eftir að ... ég notaði vöðvana,“ sagði Kim aðspurð hvort hún hefði í raun og veru haldið jafnvægi á kampavínsglasi með rassinum. Þáttastjórnandinn McManus gerði svo tilraun til að halda kampavínsglasi á rassinum en tókst það ekki. „Þú ert ekki með eins stóran rass og ég,“ sagði Kim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant