Jimmy Ruffin er látinn

Skjáskot af Youtube. Jimmy Ruffin var þekktur sálarsöngvari.
Skjáskot af Youtube. Jimmy Ruffin var þekktur sálarsöngvari. youtube.com

Tónlistarmaðurinn Jimmy Ruffin,  er látinn. Hann lést á mánudaginn, 78 ára að aldri.

Afkomendur söngvarans staðfestu fregnirnar. Þau sögðu Ruffin hafa látist á heimili sínu í Las Vegas.

Ferill Ruffin fór á flug árið 1966 þegar hann gaf út lagið What Becomes of the Broken-hearted. Ruffin og bróðir hans, David Ruffin, sem var liðsmaður hljómsveitarinnar The Temptations, voru báðir söngelskir en þeir unnu saman á áttunda áratugnum og gáfu út plötuna I Am My Brother's Keeper. Árið 1991 lést David Ruffin eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af fíkniefnum.

Ruffin skilur eftir sig tvö börn. „Fjölskyldan er algjörlega miður sín yfir missinum. Hans verður svo sannarlega saknað,“ sagði dóttir hans meðal annar í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson