Líklega eitt stysta viðtal í 101 árs sögu Morgunblaðsins

Matthew McConaughey er í aðalhlutverki í Interstellar.
Matthew McConaughey er í aðalhlutverki í Interstellar.

„Hann naut þess í botn. Segir landið fallegt og að kuldinn hafi alls ekki slegið hann út af laginu.“

Þannig hljómar svar Nicole Perez-Krueger, blaðafulltrúa bandaríska kvikmyndaleikarans Matthews McConaugheys, við fyrirspurn Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins þess efnis hvernig leikaranum hafi líkað að vinna á Íslandi en nýjasta kvikmynd hans, Interstellar, var sem kunnugt er tekin að hluta hér á landi.

Líklega eitt stysta viðtal í 101 árs sögu Morgunblaðsins, ef ekki hreinlega það stysta, en svar eigi að síður frá afar niðursokknum manni. Er það vel. Í mörg horn er að líta hjá vinsælum kvikmyndaleikurum, sem sést líklega best á því að svarið barst ekki fyrr en réttum mánuði eftir að fyrirspurnin var lögð fram. McConaughey hlaut Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Dallas Buyers Club.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler