Cliff Richard ætlar að kæra BBC

Cliff Richard kom fram á tónleikum í Höllinni árið 2007.
Cliff Richard kom fram á tónleikum í Höllinni árið 2007. mbl.is/Ómar Óskarsson

Cliff Richard hyggst kæra breska ríkisútvarpið, BBC, eftir að stöðin tók það upp þegar lögregla leitaði á heimili hans á Englandi í ágúst. The Mirror segir frá þessu.

Söngvarinn, sem er 74 ára gamall, sækist eftir skaðabótum frá stofnuninni fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs ef hann verður ekki ákærður fyrir að beita ungan dreng kynferðisofbeldi árið 1985.

Það mál er nú í rannsókn.

Richard íhugar jafnframt að kæra lögregluna í Suður-Yorkshire, sem á að hafa samið við BBC um upptökuna. Á lögreglan að hafa látið BBC vita fyrirfram af leitinni og veitt stöðinni mikilvægar upplýsingar.

Fréttamenn í þyrlu á vegum BBC fylgdust með er lögregla leitaði á heimili Richards og sagði frá á vef sínum. Upptökumenn tóku meðal annars upp myndskeið inn um gluggana er lögreglumennirnir leituðu í húsinu. 

Richard hefur neitað öllum ásökunum um að hafa beitt drenginn kynferðislegu ofbeldi. Hann var í fríi á Portúgal þegar leitin fór fram.

Verjandi Richards, Gideon Benaim, segir að „ótímabær og ónákvæm“ umfjöllun um málið hafi valdið söngvaranum „ólýsanlegum skaða“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson