Blaðamönnum bannað að klæðast strigaskóm

Katrín Middleton og Vilhjálmur Bretaprins eru alltaf glæsilega til fara.
Katrín Middleton og Vilhjálmur Bretaprins eru alltaf glæsilega til fara. AFP

Það er ekkert grín að fá að hitta Vilhjálm Bretaprins og Katrínu Middleton, hertogaynjuna af Cambridge, og því hafa nú blaða- og fréttamenn fengið að kynnast. Nýverið var gefin út tilkynning á heimasíðu breska konungsríkisins þar sem birtar voru nokkrar reglur sem fjölmiðlafólk þarf að kynna sér áður en það fær að taka viðtal við Vilhjálm og Katrínu.

Ein reglan fjallar um þann klæðnað sem þykir viðeigandi þegar fundað er með þeim skötuhjúum. „Blaðamenn sem óska eftir því að fjalla um konungsfjölskylduna, hvort sem þeir eru staddir í Bretlandi eða annars staðar, ættu að verða við þeirri beiðni er varðar klæðnað,“ sagði meðal annars í tilkynningunni. Tilkynningunni fylgdi svo útskýring um hvaða klæðnaður er leyfilegur í kringum Vilhjálm og Katrínu.

Konur ættu að klæðast dragt og karlmenn ættu að klæðast fínum jakka og bindi samkvæmt leiðbeiningunum. Gallabuxur og strigaskór eru þá á bannlistanum. Þeim sem ekki hlýða þessum reglum verður þá vísað frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant