Baltasar framleiðir sjónvarpsþætti

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

Stefnt er að því að tökur hefjist á nýrri íslenskri sjónvarpsþáttaröð árið 2016 sem bera mun heitið Katla og fjalla um unga björgunarsveitarkonu „sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi náttúruhamförum“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Sjónvarpsþættirnir verða framleiddir af RVK Studios, Baltasar Kormáki og Stöð 2 og verður sögusviðið jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands. Handritið skrifa þeir Sigurjón Kjartansson, Ólafur Egilsson og Guðmundur Oddur Magnússon.

Haft er eftir Baltasar að nú þegar sé mikill áhugi erlendis frá á verkefninu sem sé óvenjulegt í ljósi þess að þáttaröðin er enn á handritastigi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson