Bubbi var „landsliðsmaður í lygi“

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Ég var orðinn landsliðsmaður í lygi áður en ég var kominn í úrvalslið fíklanna. Framan af byggðist líf mitt á lygi, hún var forsenda þess að ég gæti þolað sjálfan mig og umhverfið, lifað frá degi til dags,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í pistli sem hann birti í dag.

Bubbi segir það stór mistök að ljúga og að lygar komi mönnum oftast í koll. „[J]afnvel þó það komist ekki upp um mann því innst inni veit maður sjálfur að maður er lygari. [...] Lygi hefur alltaf vondar afleiðingar fyrir viðkomandi nema hann sé siðblindur og þá er honum algerlega fyrirmunað að sjá að hann hafi gert rangt.“

Ennfremur segir Bubbi að það hafi tekið langan tíma að skilja að hann þurfi ekki á lygi að halda til þess að lifa. Í lokin skrifar svo Bubbi: „Þegar ráðherra verður uppvís að lygi og ráðamenn bregðast við með því að verja lygina með kjafti og klóm þá eru menn að senda kolröng skilaboð út í samfélagið. Að hjálpa lygara að ljúga er ekki mannkostur, það er mannvonska.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson