Vilja „sorglega ljótt“ jólatré burt

Er þetta ljótasta jólatré allra tíma?
Er þetta ljótasta jólatré allra tíma?

„Sorglega ljótt“ jólatré í bænum Reading í Pennsylvaniu verður tekið niður í kjölfar fjölda margra kvartana frá bæjarbúum.

Kveikt var á trénu í miðbæ Reading nýverið og fóru þegar í stað margir að kvarta og sögðu tréð „sorglega ljótt“, „hræðilegt“ og jafnvel að því væri vorkunn fyrir ljótleika sinn.
 
Einn íbúinn sagði í samtali við sjónvarpsstöðina WFMZ að tréð væri svo ljótt að íkornar vildu ekki einu sinni halda til í því.
 
Um er að ræða norðmannsþin og segja bæjaryfirvöld að tréð hafi verið valið á síðustu stundu í almenningsgarði bæjarins.
 
Bæjaryfirvöld ætluðu að fá tré frá bóndabæ í nágrenninu en þegar starfsmenn bæjarins komu að fella það bannaði bóndinn þeim að keyra inn í skóginn þar sem jarðvegurinn væri of blautur.
 
Þegar hið ljóta tré var svo komið upp og skreytt ákvað hópur bæjarbúa að safna fyrir nýju tré. Bæjaryfirvöld munu halda aðra athöfn þegar kveikt verður á ljósunum á nýja trénu. 

Hið ljóta, óvinsæla tré fær hins vegar framhaldslíf en því verður komið fyrir utan við fyrirtæki í bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant