Prince horfinn af samfélagsmiðlum

Prince árið 2008
Prince árið 2008 Af vef Wikipedia

Tónlistarmaðurinn Prince er horfinn af samfélagsmiðlum eftir að hafa reynt af veikum mætti að kynna nýju plöturnar sínar þar. Ekki er vitað hvað veldur þessu hvarfi tónlistarmannsins af samfélagsmiðlum en sjálfur þegir hann þunnu hljóði um brotthvarf sitt.

Seint í gærkvöldi var búið að eyða skráningu hans á Twitter og Facebook og nánast öll tónlistarmyndskeið hans voru horfin af YouTube, það er þau sem eru sett þar inn með hans vitund og vilja.

Prince hefur hvorki tjáð sig um hvarfið á samfélagsmiðlum né annars staðar. Aftur á móti er hægt að nálgast plöturnar tvær sem komu út í september á Spotify.

Ekki er langt síðan Prince kom opinberlega inn á samfélagsmiðla til þess að kynna plöturnar sínar en hefur ekki sinnt miðlunum sem skyldi. Til að mynda auglýsti Prince á Facebook að hann myndi sitja fyrir svörum en í ljós kom að hann gafst upp eftir aðeins eitt svar og það var ekki flókið - hann setti fram tengil á grein þar sem svarið væri að finna.

Það er útgáfufyrirtækið Warner Bros sem gaf út plöturnar en Prince sagði skilið við fyrirtækið fyrir 20 árum í kjölfar illdeilna. Prince samdi aftur við Warner í apríl sl. og hefur fyrirtækið nú skilað honum frumupptökum af nokkrum platna hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson